Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það greinir kórónuveirukreppuna frá kreppunum 1988-95 og 2008 að kaupmáttur launa hefur haldist. Hins vegar er hagkerfið ekki talið standa undir því til lengdar, án þess að til komi ný verðmætasköpun.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Það greinir kórónuveirukreppuna frá kreppunum 1988-95 og 2008 að kaupmáttur launa hefur haldist. Hins vegar er hagkerfið ekki talið standa undir því til lengdar, án þess að til komi ný verðmætasköpun.

Kreppurnar voru bornar saman í skýrslu kjaratölfræðinefndar.

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, tekur undir með nefndinni að renna þurfi fjölbreyttari stoðum undir gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins.

„Við höfum tiltölulega skamman tíma og við þurfum að gera þetta strax,“ segir Ingólfur.

Henný Hinz, fyrrv. deildarstjóri hagdeildar ASÍ, segir að þótt kaupmáttur reglulegra launa sé að aukast horfi margir fram á minni tekjur.

„Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur í mörgum tilfellum dregist verulega saman á heimilum þar sem dregið hefur úr atvinnu, eða fólk misst vinnuna,“ segir hún. Miklu skipti að halda verðbólgu niðri.

Yngvi Harðarson hagfræðingur segir leiðandi hagvísi Analytica benda til „að botninn í niðursveiflunni sé ekki alveg í augsýn“. Kaupmáttur geti ekki til lengdar verið ónæmur fyrir núverandi stöðu efnahagsmála. „Samkvæmt greiningu okkar í ágúst virtist hagvísirinn vera að þróast í takt við hagvísa erlendis. Síðasta greining bendir hins vegar til að það sé ekki alls kostar rétt. Ný bylgja kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir sem af henni leiða hafa talsvert að segja.“ segir Yngvi.