Eftir Aldísi Schram: "Heggur sá er hlífa skyldi, sá er heita á faðir minn. Hvar er, pabbi, kærleikur þinn? Hvað ég annan eiga vildi. Hlakkar sú er hjálpa skyldi, sú er heita á móðir mín. Hvar, ó, mamma, er mildi þín? Mig hún aldrei eiga vildi."

Heggur sá er hlífa skyldi,

sá er heita á faðir minn.

Hvar er, pabbi, kærleikur þinn?

Hvað ég annan eiga vildi.

Hlakkar sú er hjálpa skyldi,

sú er heita á móðir mín.

Hvar, ó, mamma, er mildi þín?

Mig hún aldrei eiga vildi.

Hann sem sinni dóttur skyldi vera skjól,

skreið um dimmar nætur upp í hennar

ból.

Hún er vernd sínu barni skyldi bjóða,

til bjargar sér því kastar fyrir róða.

Og þess í stað að gera betrumbót,

brugga þau mér vélráð og iðrast ei hót,

með ósannindum sverta æru mína,

í því skyni að fá hreinsað sína.

Hver er mín systir? Hver er minn bróðir?

Hver er minn faðir og mín móðir?

Það er hver sá sem hefur kærleikann.

Sá er kýs að elska sannleikann.

Þú mín hjálp ert og haldreipi, Abba,

sem ég á himnum á fyrir pabba.

Þú ert mín hetja, að baki mér bróðir,

bjarg mitt og skjöldur, faðir og móðir.

Höfundur er lögfræðingur, leikkona, kennari og höfundur. aldisa8@gmail.com

Höf.: Aldísi Schram