— Morgunblaðið/Eggert
Frá og með gærdeginum þurfa allir nemendur í menntaskóla að bera grímur innan veggja skóla á höfuðborgarsvæðinu. Viðverunni er ólíkt háttað eftir skólum.

Frá og með gærdeginum þurfa allir nemendur í menntaskóla að bera grímur innan veggja skóla á höfuðborgarsvæðinu. Viðverunni er ólíkt háttað eftir skólum. Sums staðar er notast við aðgreiningu innan veggja skólans þannig að hópar nemenda eru aðgreindir eftir svæðum. Einnig mæta nemendur á ólíkum tímum til kennslu. Enn aðrir sitja fyrir framan tölvuna heima við og sinna námi sínu með hjálp fjarkennslu.

Hér má sjá þá Jón Arnór Styrmisson og Sveinbjörn Skúla Óðinsson bregða á leik í hæfilegri fjarlægð í kennslustund í ljósmyndun í Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Óvíst er hve lengi tilmæli sóttvarnayfirvalda koma til með að gilda og mun það fara eftir þróun smita á landinu. 4