Hafnarbyggð 16 Til stendur að rífa hús sem hannað var af Sigvalda.
Hafnarbyggð 16 Til stendur að rífa hús sem hannað var af Sigvalda.
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Til stendur að rífa hús í Hafnarbyggð 16 á Vopnafirði sem hannað var af Sigvalda Thordarson arkitekt. Samþykkt var deiliskipulagsbreyting þess efnis á sveitarstjórnarfundi nýverið.

Viðar Guðjónsson

vidar@mbl.is

Til stendur að rífa hús í Hafnarbyggð 16 á Vopnafirði sem hannað var af Sigvalda Thordarson arkitekt. Samþykkt var deiliskipulagsbreyting þess efnis á sveitarstjórnarfundi nýverið. Fulltrúar minnihluta úr Samfylkingu settu sig upp á móti breytingunni í bókun og vilja að húsinu sé fengið nýtt hlutverk í ljósi þess að um menningarverðmæti sé að ræða þar sem byggingin sé „menningarvarða um horfinn listamann“.

Fimm manna meirihluti Framsóknarflokks og Ð-lista Betra Sigtúns samþykkti breytingarnar.

Húsið stendur á svæði þar sem Brim hefur starfsemi og er talið hafa áhrif á aðkomu starfsmanna að vinnustaðnum.

Fram kemur að óskað var eftir umsögnum um skipulagsbreytinguna. Segir m.a. í umsögn að Minjastofnun telji að húsið geti orðið lyftistöng fyrir bæjarfélagið ef því verði fengið nýtt hlutverk og að það sé hluti af atvinnusögu bæjarins og hannað af listamanni í heimabyggð. Fram kom á fundi skipulags- og umhverfisnefndar um málið að húsið væri í slæmu ástandi og að eigandi hússins hefði ekki not fyrir það. Niðurstaða nefndarinnar var því að heimila niðurrif.