Verðlaunahafar Jón Bjarki og Kristín Andrea með verðlaunagripi sína á hátíðinni.
Verðlaunahafar Jón Bjarki og Kristín Andrea með verðlaunagripi sína á hátíðinni. — Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda var haldin í Bíó Paradís um helgina. Tvenn verðlaun eru veitt á Skjaldborg; áhorfendaverðlaunin Einarinnn og Ljóskastarinn, dómnefndarverðlaun.

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda var haldin í Bíó Paradís um helgina. Tvenn verðlaun eru veitt á Skjaldborg; áhorfendaverðlaunin Einarinnn og Ljóskastarinn, dómnefndarverðlaun. Af sóttvarnaástæðum afhenti dómnefnd hvor tveggja verðlaunin í ár. Einarinn 2020 hlaut heimildamyndin Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur sem er saga um sorgarferli Helenu Jónsdóttur eftir fráfall eiginmanns hennar Þorvaldar Þorsteinssonar. Í umsögn dómnefndar segir: „Höfundur nálgast viðkvæmt viðfangsefni af mikilli næmni og tekst að gera úr áhrifamikið verk.“

Heimildamyndin Hálfur álfur eftir Jón Bjarka Magnússon hlaut Ljóskastarann en myndina gerði Jón Bjarki um afa sinn á hundraðasta aldursári. Að mati dómnefndar er myndin sterk og heilsteypt, einlæg og tilgerðarlaus.