Strand Minnst 25 grindhvalir eru dauðir eftir að 300 hvala hjörð strandaði.
Strand Minnst 25 grindhvalir eru dauðir eftir að 300 hvala hjörð strandaði. — AFP
Hátt í 300 grindhvalir hafa fundist strandaðir við áströlsku eyjuna Tasmaníu. Er hjörðin sögð vera föst á sandrifi skammt frá höfninni Macquarie á vesturströndinni.

Hátt í 300 grindhvalir hafa fundist strandaðir við áströlsku eyjuna Tasmaníu. Er hjörðin sögð vera föst á sandrifi skammt frá höfninni Macquarie á vesturströndinni.

„Það er ekki sjaldgæft að hvalir strandi við Tasmaníu, en það er vissulega óalgengt að svo stór hjörð geri það. Slíkt hefur ekki gerst í 10 ár hið minnsta,“ hefur fréttaveita Reuters eftir talsmanni umhverfis- og náttúrusamtaka þar í landi. Ljóst er að ekki verður hægt að bjarga öllum dýrunum því í gær var þegar talið að minnst 25 þeirra væru dauð á sandrifinu. Þá er talið að dýrin séu í þremur hjörðum.

Hópur manna, sérútbúinn til að bregðast við ástandi sem þessu, mætti á vettvang í gærdag. Ekki var búist við að hann myndi reyna björgun af alvöru fyrr en í dag.

Liðin eru 11 ár síðan álíka hópur strandaði við Tasmaníu. Var þá um að ræða 200 dýr. Erfitt er að segja til um hvað veldur því að hvalahjörð syndir á land, en þegar slíkt gerist getur verið afar erfitt að hjálpa dýrunum á haf út aftur.