Áætlað er að um 173 aðilar hafi beint kröfu að íslenska ríkinu sl. 10 ár vegna mistaka í heilbrigðisþjónustunni. Stundum eru fleiri en einn aðili að baki hverri kröfu. Þetta kemur m.a.

Áætlað er að um 173 aðilar hafi beint kröfu að íslenska ríkinu sl. 10 ár vegna mistaka í heilbrigðisþjónustunni. Stundum eru fleiri en einn aðili að baki hverri kröfu.

Þetta kemur m.a. fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata. Óskaði hann eftir upplýsingum um hve margir hefðu fengið slíkar bætur undanfarin tíu ár.

Á þessum tíma hafa 20 dómar fallið þar sem fólki hafa verið dæmdar bætur, í 20 málum hefur ríkið verið sýknað og tíu málum er ólokið.