Helen Reddy
Helen Reddy
Ástralska söngkonan Helen Reddy lést í fyrradag, 29. september, 78 ára að aldri. Reddy öðlaðist frægð árið 1972 með lagi sínu „I Am Woman“ sem varð að baráttusöng feminista víða um lönd.
Ástralska söngkonan Helen Reddy lést í fyrradag, 29. september, 78 ára að aldri. Reddy öðlaðist frægð árið 1972 með lagi sínu „I Am Woman“ sem varð að baráttusöng feminista víða um lönd. Reddy varð í kjölfarið afar vinsæl en hljómplötuútgáfufyrirtæki höfðu litla trú á því þegar ferill hennar hófst. Náði hún mörgum lögum á vinsældalista, m.a. Billboard í Bandaríkjunum, og hlaut Grammy-verðlaun sem besta poppsöngkonan árið 1972 fyrir „I Am Woman“ og varð fyrst ástralskra kvenna til að hljóta slík verðlaun. Árin 1973 og 1974 var hún sú söngkona heims sem seldi flestar plötur. Undir lok ferils síns hafði hún selt 25 milljónir platna í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í frétt á vef enska dagblaðsins The Guardian .