Norðmenn og Bretar skrifuðu í gær undir tvíhliða rammasamkomulag um fiskveiðar, sem tekur gildi 1. janúar nk. þegar aðlögunartíma vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu lýkur.

Norðmenn og Bretar skrifuðu í gær undir tvíhliða rammasamkomulag um fiskveiðar, sem tekur gildi 1. janúar nk. þegar aðlögunartíma vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu lýkur. Í norskum fjölmiðlum fagna ráðherrar þessum áfanga og sagt að samningurinn leggi grunn að frekara samstarfi. Þá er talað um sögulegan samning í því ljósi að þetta sé fyrsti rammasamningurinn sem Bretar hafi gert sem óháð strandríki eftir Brexit.

Samningurinn kveður meðal annars á um ramma um gagnkvæmar veiðiheimildir í lögsögum ríkjanna, skipti á veiðiheimildum, eftirlit og rannsóknir.