Alexei Navalní
Alexei Navalní
Rússnesk stjórnvöld sökuðu í gær Þjóðverja um að hafa sýnt af sér „ögrandi“ hegðun eftir að Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á þriðjudaginn og hvatti þar Rússa til þess að hefja formlega...

Rússnesk stjórnvöld sökuðu í gær Þjóðverja um að hafa sýnt af sér „ögrandi“ hegðun eftir að Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á þriðjudaginn og hvatti þar Rússa til þess að hefja formlega rannsókn á eitruninni á rússneska stjórnarandstæðingunum Alexei Navalní.

Þýsk stjórnvöld segjast hafa óyggjandi sannanir fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok, sem hannað var í Sovétríkjunum á síðustu öld.

Sagði Maas að eitrunin bryti í bága við bannið gegn beitingu efnavopna og snerti því heimsbyggðina alla. „Ég skora á Rússland að gera meira til að varpa ljósi á þetta mál,“ sagði Maas í ræðu sinni.

Utanríkisráðuneyti Rússa brást hart við í gær og sagði Maas hafa notað vettvang Sameinuðu þjóðanna til þess að setja fram „órökstuddar fullyrðingar“, og að Rússar litu á þær sem framhald á fjandsamlegri afstöðu Þjóðverja í málinu.