Birkir Blær
Birkir Blær
Tónlistarmaðurinn Birkir Blær sendi í lok ágúst frá sér sína fyrstu plötu, Patient, sem inniheldur tíu frumsamin lög og naut hann liðsinnis bróður síns Hreins Orra við hljóðblöndun og útsetningu.

Tónlistarmaðurinn Birkir Blær sendi í lok ágúst frá sér sína fyrstu plötu, Patient, sem inniheldur tíu frumsamin lög og naut hann liðsinnis bróður síns Hreins Orra við hljóðblöndun og útsetningu. Textarnir á plötunni fjalla um uppgjör Birkis við eigin tilfinningar og þyngri hliðar tilverunnar, segir í tilkynningu, en platan hjálpaði honum að vinna úr erfiðum tíma.

Birkir mun halda útgáfutónleika í kvöld kl. 21 á Græna hattinum á Akureyri og segir í tilkynningu að hann muni tjalda öllu til. Miðasala fyrir tónleikana fer fram á tix.is.