Afhending Einar Hrafn Jóhannesson, Guðmundur S. Johnsen, Snævar Ívarsson, Friðrik Hafberg og Guðmundur Helgi Guðjónsson.
Afhending Einar Hrafn Jóhannesson, Guðmundur S. Johnsen, Snævar Ívarsson, Friðrik Hafberg og Guðmundur Helgi Guðjónsson.
Kiwanisklúbburinn Jörfi hefur fært Félagi lesblindra eina milljón kr. að gjöf í tilefni af 45 ára afmæli klúbbsins. Fjármunirnir fara til eflingar á starfi Félags lesblindra.

Kiwanisklúbburinn Jörfi hefur fært Félagi lesblindra eina milljón kr. að gjöf í tilefni af 45 ára afmæli klúbbsins. Fjármunirnir fara til eflingar á starfi Félags lesblindra.

Félag lesblindra vinnur að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu á Íslandi. Í þeim tilgangi heldur félagið úti skrifstofu til að mæta þörf lesblindra, aðstandenda þeirra, kennara og fleiri fyrir fræðslu, aðstoð og hagsmunagæslu. Félagar eru nú orðnir rúmlega 2.000.

Meginstarf félagsins felst í fræðslu og ráðgjöf, jafnt fyrir einstaklinga, stofnanir og vinnustaði. Reglulega eru haldin fræðsluerindi í skólum fyrir nemendur, foreldra og kennara um lesblindu og hvernig nota má tölvur, hljóðbækur og önnur hjálpartæki og úrræði til aðstoðar. Meðal annarra verkefna má nefna að félagið og Félagsvísindastofun Háskóla Íslands eru að hefja rannsókn á kvíða og lesblindu.

Við þetta starf reiðir félagið sig á styrki frá samtökum, fyrirtækjum og einstaklingum.