Logi Bergmann stýrði þinginu og umræðunum. Hér ræðir hann við Þórð Magnússon, stjórnarformann Eyris, Margréti Ormslev Ásgeirsdóttur, aðstoðarforstjóra CRI, og Sigurð Ragnarsson, forstjóra íAV.
Logi Bergmann stýrði þinginu og umræðunum. Hér ræðir hann við Þórð Magnússon, stjórnarformann Eyris, Margréti Ormslev Ásgeirsdóttur, aðstoðarforstjóra CRI, og Sigurð Ragnarsson, forstjóra íAV.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Alla jafna mæta nokkur hundruð gestir á Iðnþing en vegna kórónuveirufaraldursins var viðburðurinn með óhefðbundnu sniði í ár; gestafjöldi takmarkaður í Silfurbergi og góð fjarlægð á milli fólks bæði uppi á sviði og úti í áhorfendasal.

Alla jafna mæta nokkur hundruð gestir á Iðnþing en vegna kórónuveirufaraldursins var viðburðurinn með óhefðbundnu sniði í ár; gestafjöldi takmarkaður í Silfurbergi og góð fjarlægð á milli fólks bæði uppi á sviði og úti í áhorfendasal. Landsmönnum öllum var boðið að fylgjast með í beinni útsendingu á netinu.

Yfirskrift Iðnþings í ár var „Nýsköpun er leiðin fram á við“ og var boðið upp á fræðandi erindi og pallborðsumræður þar sem rýnt var í leiðir til að gera Ísland að framúrskarandi nýsköpunarlandi. ai@mbl.is