Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á ókeypis hádegistónleika í Eldborgarsal Hörpu í dag og hefjast þeir kl. 12.15.
Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á ókeypis hádegistónleika í Eldborgarsal Hörpu í dag og hefjast þeir kl. 12.15. Hópur hljóðfæraleikara hljómsveitarinnar mun flytja þekkta og fallega serenöðu fyrir blásara, selló og kontrabassa eftir Antonín Dvorák, undir stjórn Evu Ollikainen, nýskipaðs aðalstjórnanda sveitarinnar. Í samræmi við sóttvarnalög verður sætaframboð takmarkað og nálægðarmörk milli gesta verða virt. Tónleikagestir eru beðnir að sækja sér miða á vef hljómsveitarinnar eða í miðasölu Hörpu.