Lýsingarorðið hvelfdur þýðir: kúptur , bungumyndaður: „Hann var með hátt, hvelft og gáfulegt enni“ stendur einhvers staðar. Því dugir ekki að segja „Mér varð hvelft við“ ef manni bregður , maður hrekkur við .
Lýsingarorðið hvelfdur þýðir: kúptur , bungumyndaður: „Hann var með hátt, hvelft og gáfulegt enni“ stendur einhvers staðar. Því dugir ekki að segja „Mér varð hvelft við“ ef manni bregður , maður hrekkur við . Manni verður hverft við. Þar er á ferð annað lýsingarorð, hverfur : breytilegur, svipull, hverfull.