Timothy Ray Brown
Timothy Ray Brown
Timothy Ray Brown, fyrsti maðurinn sem vitað er til að hafi læknast af HIV-sýkingu, lést í gær af völdum krabbameins.

Timothy Ray Brown, fyrsti maðurinn sem vitað er til að hafi læknast af HIV-sýkingu, lést í gær af völdum krabbameins.

Brown, sem var einnig þekktur sem „Berlínarsjúklingurinn“, vakti vonir um að hægt yrði að finna lækningu við HIV árið 2008, en þá undirgekkst hann meðferð við bráðahvítblæði. Brown hafði verið HIV-jákvæður frá árinu 1995, en vegna hvítblæðisins þurfti hann að fara í mergskipti og stofnfrumumeðferð, sem hafði í för með sér að hann læknaðist af báðum sjúkdómum.

Í yfirlýsingu alþjóðlegu alnæmissamtakanna IAS sagði að Timothy og Gero Hutter, læknir hans, ættu þakkir skildar fyrir að hafa opnað á þann möguleika að lækning við sjúkdóminum væri gerleg.