Frá afhendingu viðurkenninganna. F.v.: Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Lýður Erlendsson hjá Rannís, Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, Sigríður Mogensen, sviðsstj. hugverkasviðs SI, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, Sigurður Halldórsson, framkv.stj. Pure North Recycling, Sigurður R. Ragnarsson, forstj. ÍAV, og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR.
Frá afhendingu viðurkenninganna. F.v.: Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Lýður Erlendsson hjá Rannís, Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, Sigríður Mogensen, sviðsstj. hugverkasviðs SI, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, Sigurður Halldórsson, framkv.stj. Pure North Recycling, Sigurður R. Ragnarsson, forstj. ÍAV, og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. — Ljósmynd/Birgir Ísleifur
Fyrirtækið Kerecis var valið Vaxtarsproti ársins en um er að ræða viðurkenningu fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Rekstrartekjur Kerecis jukust um 142% á milli áranna 2018 og 2019 þegar þær fóru úr rúmum 500 milljónum króna í yfir 1,2...

Fyrirtækið Kerecis var valið Vaxtarsproti ársins en um er að ræða viðurkenningu fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Rekstrartekjur Kerecis jukust um 142% á milli áranna 2018 og 2019 þegar þær fóru úr rúmum 500 milljónum króna í yfir 1,2 milljarða.

Tvö önnur fyrirtæki, Carbon Recycling International og Pure North Recycling, hlutu einnig viðurkenningar fyrir mikinn vöxt í veltu á milli ára en velta Carbon Recycling International jókst um 78% á milli ára og hjá Pure North Recycling jókst veltan um 59% milli ára. Viðurkenningarnar voru afhentar í kaffihúsinu Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal.