Smárinn Heiða Hlín Björnsdóttir, fyrirliði Fjölnis, kemur boltanum frá sér undir pressu í leiknum í gær.
Smárinn Heiða Hlín Björnsdóttir, fyrirliði Fjölnis, kemur boltanum frá sér undir pressu í leiknum í gær. — Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Nýliðar Fjölnis komu hressilega á óvart í gærkvöldi og náðu í tvö stig gegn Breiðabliki í Smáranum í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Fjölnir hefur þá unnið tvo fyrstu leikina í deildinni en lokatölurnar urðu 74:71.

Nýliðar Fjölnis komu hressilega á óvart í gærkvöldi og náðu í tvö stig gegn Breiðabliki í Smáranum í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Fjölnir hefur þá unnið tvo fyrstu leikina í deildinni en lokatölurnar urðu 74:71. Haukar fóru í Stykkishólm og unnu þar Snæfell 67:59 en staðan var 37:27 að loknum fyrri hálfleik.

Fjölnir vann Snæfell 91:60 í fyrstu umferðinni og var raunar spáð 6. sæti í spá forráðamanna liðanna. Breiðablik vann hins vegar lið Vals í fyrsta leik (Val var síðar dæmdur sigur) og því bjuggust líklega fleiri við sigri Blika.

Breiðablik hafði sjö stiga forskot að loknum fyrri hálfleik en Fjölnir vann síðasta leikhlutann 18:11 og það réð úrslitum. Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir og Ariana Moorer skoruðu 16 stig hvor fyrir Fjölni. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir skoraði 25 stig fyrir Blika.

Í Hólminum skoraði Alyesha Lovett mest fyrir Hauka, 20 stig, en Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst hjá Snæfelli.