Hlaup Bætir, hressir og kætir mjög.
Hlaup Bætir, hressir og kætir mjög.
Um tvær vegalengdir er að velja í Heiðmerkurhlaupinu nk. laugardag. Ríkishringurinn er 12 kílómetra hlaup, þar sem þátttakendur verða ræstir klukkan 12.

Um tvær vegalengdir er að velja í Heiðmerkurhlaupinu nk. laugardag. Ríkishringurinn er 12 kílómetra hlaup, þar sem þátttakendur verða ræstir klukkan 12. Klukkan 14 leggja síðan af stað þeir sem hlaupa skemmtiskokk á fjögurra kílómetra hring sem er nefndur Í faðmi skógarins. Hlaupið hefst við Borgarstjóraplan, sem er nyrst og austarlega í Heiðmörkinni. Skráning er á vefsíðunni hlaup.is.

Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til Heiðmerkurhlaups. Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir viðburðinum í tilefni af 70 ára afmæli Heiðmerkur, sem minnst hefur verið með ýmsu móti á líðandi ári.