Viðskiptaráð Íslands fjallaði á dögunum um launakostnað á Íslandi og skaðsemi atvinnuleysis. Þar kom fram að efnahagslegar forsendur kjarasamninga væru brostnar og að miðað við breytta efnahagsþróun væru verðmætin sem til skiptanna væru hér á landi rúmum 300 milljörðum minni en gert hafi verið ráð fyrir þegar lífskjarasamningarnir svokölluðu hafi verið gerðir.

Viðskiptaráð Íslands fjallaði á dögunum um launakostnað á Íslandi og skaðsemi atvinnuleysis. Þar kom fram að efnahagslegar forsendur kjarasamninga væru brostnar og að miðað við breytta efnahagsþróun væru verðmætin sem til skiptanna væru hér á landi rúmum 300 milljörðum minni en gert hafi verið ráð fyrir þegar lífskjarasamningarnir svokölluðu hafi verið gerðir.

Þetta var svo sett í samhengi við þá staðreynd að Ísland sé enn hálaunaland þrátt fyrir að krónan hafi veikst og það skýrist af þeim miklu launahækkunum sem hér hafa verið á undanförnum árum.

Þá er bent á að hlutur launþega í verðmætasköpuninni sé hvergi meiri en hér á landi. Ísland var í fyrsta sæti í fyrra þegar hlutur launþega var 61% af því sem framleitt var í landinu. Viðskiptaráð metur það svo að líkur séu á að vegna niðursveiflunnar hafi þetta hlutfall hækkað í 64%, sem eykur forskot Íslands.

Viðskiptaráð bendir ennfremur á að jöfnuður launa er mjög mikill miðað við önnur ríki sem við berum okkur saman við og síðast en ekki síst að kaupmáttur hefur aldrei vaxið meira hér á landi en á síðastliðnum fimm árum.

Þeir sem tala linnulítið um arðrán, kúgun og auðvald láta slíkar staðreyndir ekki trufla sig, en þeir lifa líka í veruleika sem aldrei var, og enn síður er.