Ögmundur Kristinsson og Mikael Anderson verða fulltrúar íslenskra knattspyrnumanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í vetur. Mikael og Sverrir Ingi Ingason voru á ferðinni í umspili um sæti í riðlakeppninni í gær með Midtjylland og PAOK.

Ögmundur Kristinsson og Mikael Anderson verða fulltrúar íslenskra knattspyrnumanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í vetur.

Mikael og Sverrir Ingi Ingason voru á ferðinni í umspili um sæti í riðlakeppninni í gær með Midtjylland og PAOK. Midtjylland komst áfram gegn Slavia Prag en PAOK datt út gegn Krasnodar en leikur í Evrópudeildinni í staðinn.

Þá er öruggt að fimm Íslendingar leika í riðlakeppni Evrópudeildarinnar; Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon með CSKA Moskvu, Albert Guðmundsson með AZ Alkmaar og Rúnar Alex Rúnarsson með Arsenal. Lið þeirra fóru þangað án umspils og Sverrir bættist við í gær.

Þrír aðrir geta mögulega bæst í hópinn í kvöld þegar umspilsleikir Evrópudeildarinar fara fram. Þar verða á ferðinni með liðum sínum þeir Ragnar Sigurðsson hjá FC Köbenhavn, Hólmar Örn Eyjólfsson með Rosenborg og Arnór Ingvi Traustason með Malmö.

Síðdegis í dag verður dregið í riðla fyrir Meistaradeildina en riðlakeppnin hefst 21. október og á að ljúka í desember. Á morgun verður síðan dregið í riðla fyrir Evrópudeildina.