Glannaleg alslemma.

Glannaleg alslemma. S-Enginn

Norður
ÁK10
DG832
ÁG3
53

Vestur Austur
98753 D6
Á1065 K974
6 10972
1072 G98

Suður
G42
--
KD854
ÁKD64

Suður spilar 7.

Eitt blasir strax við – 7 er glannaleg alslemma. Enda var hún bara sögð á tveimur borðum af fjórtán í síðasta meistaramóti á netinu. Fulltrúar glannanna voru Svíinn Peter Bertheau og Englendingurinn David Bakhshi. Bertheau fékk út hjartaás, Bakhshi lítinn spaða.

Ýmsar leiðir koma til greina og ekki allar farsælar. Bertheau valdi að taka eitt tromp í borði, spila svo ÁK og trompa lauf hátt. Þar fór það. Heldur betra virðist að taka tígulás og kóng og trompa svo þriðja laufið með gosa ef tígullinn kemur þrjú-tvö. Annars verður að taka trompin og stóla á laufið þrjú-þrjú. Og hitta í spaðann, að sjálfsögðu!

Bakhshi valdi undarlega leið, en árangursríka. Hann tók á spaðaás, eitt tromp í borði, spilaði síðan ÁKD og henti spaðatíu. Áætlunin var að trompa svo spaða, en það reyndist óþarfi þegar drottningin kom næst í kónginn. Þrettán slagir.