Ráðherrann Ólafur Darri Ólafsson.
Ráðherrann Ólafur Darri Ólafsson.
Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann var tilnefnd til sjónvarpsverðlaunanna Venice TV Awards sem veitt voru í Feneyjum í fyrradag. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni framleitt á árinu en sýningar hófust á Ráðherranum á RÚV 20.

Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann var tilnefnd til sjónvarpsverðlaunanna Venice TV Awards sem veitt voru í Feneyjum í fyrradag. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni framleitt á árinu en sýningar hófust á Ráðherranum á RÚV 20. september. Segir í þáttunum frá Benedikt Ríkharðssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem tekur við embætti forsætisráðherra og fara einkenni geðhvarfa að koma fram í fari hans og hegðun skömmu síðar.

„Það er virkilega ánægjulegt hve góðar viðtökur þættirnir eru að fá í Evrópu, fyrir stuttu var tilkynnt um tilnefningu á PRIX Europa. Þættirnir hafa fengið góðar viðtökur í Belgíu þar sem sýningar hófust í síðustu viku,“ er haft eftir Hilmari Sigurðssyni, forstjóra Sagafilm og einum framleiðenda Ráðherrans , í tilkynningu. Þáttaraðirnar Peaky Blinders , Catherine the Great , Baron Noir , Hierro , Eagles , Charité 2 og sigurvegarinn The New Pope voru tilnefndar með Ráðherranum en tilkynnt var um sigurvegara á sama tíma og tilnefningarnar voru kynntar. Í dómnefnd hátíðarinnar sátu meðal annars Sonia Rovai, yfirmaður leikins efnis hjá Sky Italia; dr. Markus Schäfer, framkvæmdastjóri All3Media í Þýskalandi og Hollandi, og Michael Gray, framleiðandi hjá BBC.

Leikstjórar Ráðherrans eru Nanna Krisín Magnúsdóttir og Arnór Pálmi Arnarson og með hlutverk ráðherrans fer Ólafur Darri Ólafsson.