Samstarf Robyn og Jónsi.
Samstarf Robyn og Jónsi.
Tónlistarmaðurinn Jónsi, jafnan kenndur við hljómsveit sína Sigur Rós, hefur sent frá sér lagið „Salt Licorice“ sem finna má á breiðskífu hans Shiver sem kemur út á morgun, 2. október.

Tónlistarmaðurinn Jónsi, jafnan kenndur við hljómsveit sína Sigur Rós, hefur sent frá sér lagið „Salt Licorice“ sem finna má á breiðskífu hans Shiver sem kemur út á morgun, 2. október. Sænska poppstjarnan Robyn syngur með Jónsa í laginu og segir í tilkynningu að saman ferðist þau um hrjóstrugt tónlistarlandslag undir styrkri upptökustjórn A.G. Cook, stofnanda PC Music, og listræns tónlistarstjóra, Charli XCX.

„Í þessum óði til skandinavíska sársaukans hughreysta Jónsi og Robyn hvort annað í gegnum fortíðarþrá, kulnunina sem fylgir því að eldast og þunglyndi, en áhyggjurnar verða léttbærari þegar þeim er deilt með vini,“ segir í tilkynningu og haft er eftir Robyn að lagið sé sætt og fullkomið popplag. „Það fær mig til að dansa á ofsafenginn hátt og vilja fara í sleik á sama tíma. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég var beðin að syngja lagið með Jónsa og allir fallegu tölvupóstarnir með þúsund emoji-táknum sem ég fékk frá honum kórónuðu bara samstarfið!“ segir poppstjarnan sænska.