Á myndinni eru, talið frá vinstri, Margrét Kristín Sigurðardóttir, ritstjóri tímaritsins, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Margrét Kristín Sigurðardóttir, ritstjóri tímaritsins, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. — Ljósmynd/Birgir Ísleifur
Í tilefni af útgáfu tímarits Samtaka iðnaðarins um nýsköpun var efnt til útgáfuhófs í hugmynda- og nýsköpunarhúsinu Grósku sem búið er að reisa í Vatnsmýrinni. Þar voru forseta Íslands, Guðna Th.

Í tilefni af útgáfu tímarits Samtaka iðnaðarins um nýsköpun var efnt til útgáfuhófs í hugmynda- og nýsköpunarhúsinu Grósku sem búið er að reisa í Vatnsmýrinni. Þar voru forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og nýsköpunarráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, afhent fyrstu eintökin.

Í tímaritinu er skyggnst inn í ótal greinar íslensks iðnaðar og dregnar fram fjölbreyttar hliðar nýsköpunar. Horft er til frumkvöðla og stjórnenda í nýjum atvinnugreinum eins og líftækni, gagnaversiðnaði og tölvuleikjaiðnaði. En einnig er rætt við þá sem stunda nýsköpun í rótgrónari iðnaði, líkt og matvælaiðnaði, áliðnaði og byggingariðnaði.