Hrönn Marinósdóttir
Hrönn Marinósdóttir
Alþjóðlegri Kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk 4. október og var að þessu sinni hægt að leigja valdar myndir hátíðarinnar á undirvef RIFF sem nefndist RIFFheima, auk þess að sækja sýningar í Norræna húsinu og Bíó Paradís.

Alþjóðlegri Kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk 4. október og var að þessu sinni hægt að leigja valdar myndir hátíðarinnar á undirvef RIFF sem nefndist RIFFheima, auk þess að sækja sýningar í Norræna húsinu og Bíó Paradís. Áfram verður hægt að leigja valdar myndir á RIFF heima nú í október.

Myndirnar á leigu verða í þremur flokkum. Sá fyrsti nefnist Ísland og Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í gegnum tíðina og myndirnar í honum verður hægt að leigja og horfa á dagana 5.-11. október. Innsýn í huga listamanns nefnist annar flokkur og hægt að leigja úr honum frá 12. október og horfa á dagana 15.-18. október. Þriðji flokkurinn er Miðnæturhryllingur sem hægt verður að leigja úr frá 19. október og horfa á dagana 22.-25. október.

„Með RIFF heima og Bíóbíl RIFF færðum við kvikmyndaunnendum um land allt myndirnar okkar og erum stolt af því. Bíóbíll RIFF sló í gegn en hann fór hringinn í kringum landið, heimsótti skóla og hélt bílabíó á kvöldin,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, í tilkynningu. „Á sýningarstöðum seldum við færri miða en ella á hverja sýningu og takmörkuðum gestafjölda. Heilt yfir var aðsóknin á hátíðina góð og uppselt á sýningar á stærstu myndir hátíðarinnar eins og Nomadland og Druk . Sama er að segja um sérviðburði og Bransadagar á netinu og á staðnum gengu vonum framar.“