Eftirsótt Vetrarlína Omnom seldist upp í fyrra en umbúðirnar eru hannaðar af Söru Riel.
Eftirsótt Vetrarlína Omnom seldist upp í fyrra en umbúðirnar eru hannaðar af Söru Riel.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það er mörgum tilhlökkunarefni þegar jólasúkkulaðið kemur í verslanir. Omnom bregst ekki fremur en fyrri ár og hafa fagurkerar keppst við að dásama hversu fallegt það er enda fengu færri en vildu í fyrra.

Vetrarlína Omnom er komin út og líkt og fyrri ár sækir hún innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla.

Omnom sækir innblástur í matarhefðir, bragðtóna og venjur sem hringja inn jólin.

Vetrarlínan inniheldur þrjú súkkuaðistykki og kemur einnig í fallegri gjafaöskju en umbúðirnar voru hannaðar í samstarfi við listakonuna Söru Riel. Vetrarlínan seldist upp í fyrra og eru landsmenn hvattir til að næla sér í vetrarsúkkulaði Omnim sem fyrst.

Dark Nibs + Raspberries

Margslungnir, fíngerðir tónar og fislétt rauðberjabragðið gerir Madagaskar 66% súkkulaðið að einu stóru ástarævintýri fyrir bragðlaukana. Hátíðlega fagurrauð hindber með sinn sérstaka sæta keim, pöruð með vænlegu dassi af kakónibbum, fullkomna pakkann. Nú er hátíð í bæ!

Milk + Cookies

Það er ómögulegt að hugsa til jóla án þess að upp komi í hugann minning um piparkökur og glas af ískaldri mjólk. Súkkulaðimeistarar Omnom vildu fanga þessa minningu og leituðu því til Brauðs & Co til að aðstoða við að búa til hina fullkomnu krydduðu smáköku.

Grunnurinn var unninn úr afgangsmöndlum úr framleiðslunni hjá Omnom, tröllahöfrum og ríkulegu magni af engifer og kanil.

Spiced White + Caramel

Appelsínur og malt. Malt og appelsín. Kryddað, maltað hvítt súkkulaði með appelsínuberki, kanil og stökkri karamellu. Flestir Íslendingar halda fast í þessa ríkulegu hefð af hátíðlegri bragðupplifun, sem er engri lík. Súkkulaði sem er sannkallaður óður okkar til jólanna.