[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Alls bárust sjö umsóknir um embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og fimm umsóknir um embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra sem auglýst voru laus til umsóknar. Umsóknarfrestur var til og með 1. október síðastliðnum.

Alls bárust sjö umsóknir um embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og fimm umsóknir um embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra sem auglýst voru laus til umsóknar. Umsóknarfrestur var til og með 1. október síðastliðnum.

Þessum embættum gegna nú Þórólfur Halldórsson á höfuðborgarsvæðinu og Bjarni Stefánsson, Norðurlandi vestra. Þeir sögðu embættum sínum lausum í sumar eftir að hafa gegnt embættum sýslumanna um áratuga skeið.

Um embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sóttu eftirtaldir:

Petra Baumruk lögfræðingur, Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunnar, Þuríður Árnadóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Hjördís Stefánsdóttir, sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, Karl Óttar Pétursson lögmaður, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og Sigríður Kristinsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarkaupstaðar.

Um embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra sóttu eftirtaldir:

Arnar Ágústsson nemi, fv. 1. stýrimaður, Stefán Ólafsson lögmaður, Birna Ágústsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, Björn Hrafnkelsson, fulltrúi hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, og Karl Óttar Pétursson lögmaður.

Þeir Bjarni og Þórólfur, sem senn láta af störfum, eru í hópi reynslumestu sýslumanna landsins.

Bjarni er fæddur 22. desember 1950. Hann var skipaður sýslumaður í Neskaupstað 1992, á Hólmavík 1998 og loks á Blönduósi 2002.

Þórólfur er fæddur 3. september 1953. Hann var skipaður sýslumaður á Patreksfirði árið 1994 og sýslumaður Keflavík árið 2008. Hann hefur undanfarin ár gegnt embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu . sisi@mbl.is