Látinn Eddie Van Halen var einn áhrifamesti gítarleikari rokksögunnar.
Látinn Eddie Van Halen var einn áhrifamesti gítarleikari rokksögunnar. — AFP
Hollensk-bandaríski gítarleikarinn Eddie Van Halen er látinn, 65 ára að aldri, af völdum krabbameins í hálsi.
Hollensk-bandaríski gítarleikarinn Eddie Van Halen er látinn, 65 ára að aldri, af völdum krabbameins í hálsi. Van Halen stofnaði rokksveitina Van Halen með bróður sínum, trommaranum Alex, árið 1972 en aðrir meðlimir sveitarinnar voru bassaleikarinn Michael Anthony og söngvarinn David Lee Roth. Sonur Eddies, Wolfgang, gekk til liðs við sveitina þegar hún kom saman á ný árið 2007. Eddie Van Halen varð víðfrægur fyrir mögnuð gítarsóló sín og lipurð á rafmagnsgítarinn og var hljómsveitin Van Halen ein vinsælasta rokksveit níunda áratugarins. Hefur fjöldi heimskunnra tónlistarmanna minnst Eddies síðustu tvo daga, m.a. Gene Simmons, söngvari Kiss, og David Lee Roth, félagi hans úr Van Halen.