Bókasafn Öllum söfnum borgarinnar hefur verið lokað.
Bókasafn Öllum söfnum borgarinnar hefur verið lokað. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Söfnum Reykjavíkurborgar var lokað í gær vegna hertra sóttvarnaaðgerða og gilda þær lokanir til og með 19. október, þegar staðan verður endurmetin.

Söfnum Reykjavíkurborgar var lokað í gær vegna hertra sóttvarnaaðgerða og gilda þær lokanir til og með 19. október, þegar staðan verður endurmetin. Ekki var farið fram á lokun safna í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra en þó er ljóst að fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk hefðu haft mikil áhrif á starfsemina.

Söfn borgarinnar eru: Borgarbókasafnið, á sex stöðum í borginni, Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni auk safna undir hatti Borgarsögusafns sem eru Sjóminjasafn Reykjavíkur, Landnámssýningin við Aðalstræti, Árbæjarsafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

Gildistími menningarkorta Reykjavíkur og bókasafnsskírteina framlengist um sem nemur lokun safna og ekki verða lagðar sektir á safnkost Borgarbókasafns á tímabilinu.