„En eftir allt sem á undan er gengið er ánægjulegt að þessi leikur fari loksins fram og við ætlum okkur sigur.
„En eftir allt sem á undan er gengið er ánægjulegt að þessi leikur fari loksins fram og við ætlum okkur sigur. Hjá mér persónulega held ég að það verði ákveðinn léttir þegar maður getur sest í sætið og horft á leikinn eftir að hann verður loksins flautaður á. Ég geri ráð fyrir því að stór hluti þjóðarinnar verði heima í stofu að fylgjast með,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, meðal annars í samtali við blaðið í dag. Leikurinn mikilvægi gegn Rúmeníu fer fram í kvöld en átti upphaflega að vera í mars. 63