Bændasamtök Íslands (BÍ) og Landssamtök sauðfjárbænda (LS) gagnrýna harðlega þau orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á Alþingi í gær að starf sauðfjárbóndans sé meira lífsstíll en spurning um afkomu.

Bændasamtök Íslands (BÍ) og Landssamtök sauðfjárbænda (LS) gagnrýna harðlega þau orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á Alþingi í gær að starf sauðfjárbóndans sé meira lífsstíll en spurning um afkomu. Kristján var að svara spurnum tækifæri og frelsi bænda í umræðum um fjármálaáætlun. Sagði ráðherrann enga goðgá að ætla að menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. „Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtal við þá þar sem þeir segja að þetta sé meiri lífsstíll en spurning um afkomu.“

LS segja í athugasemd að telji ráðherra að sauðfjárbændur hafi ekki áhuga á afkomu sinni þá sé hann ekki upplýstur um stöðu greinarinnar. BÍ segja að ummælin lýsti kannski best áhugaleysi ráðherrans á málaflokknum. LS skora á stjórnvöld „að efla landbúnaðarráðuneytið þannig að því sé stýrt af þekkingu og vilja til að starfa að uppbyggingu og eflingu landbúnaðar á Íslandi.“