Hugsaðu um þig Ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að fá hjartað til að slá örar þá er það núna.
Hugsaðu um þig Ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að fá hjartað til að slá örar þá er það núna.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Líkamsræktarstöðvar lokuðu í upphafi þessarar viku og eflaust margir sem sitja frammi fyrir ónýtum haustmarkmiðum. En eins og við lærðum í fyrstu bylgju heimsfaraldursins þá er vel hægt að hreyfa sig heima og úti.

Líkamsræktarstöðvar lokuðu í upphafi þessarar viku og eflaust margir sem sitja frammi fyrir ónýtum haustmarkmiðum. En eins og við lærðum í fyrstu bylgju heimsfaraldursins þá er vel hægt að hreyfa sig heima og úti. Það eru líka eflaust margir sem luma enn á handlóðum, ketilbjöllum, æfingateygjum og dýnum sem koma sér vel í þessari lokun.

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Lokun líkamsræktarstöðva er því engin afsökun til að fá í bakið af hreyfingarleysi eða þurfa að gefast upp á markmiðum sínum og sökkva ofan í nammipokann. Það er líka mikilvægt að halda áfram að hreyfa sig til að halda geðheilsunni.

Dæmi um heimaæfingu sem er hægt að gera hvar sem:

5 umferðir af:

20 hnébeygjum

20 hnébeygjuhoppum

20 uppsetum

20 framstigum (10 á hvorn fót)

10 armbeygjum

5 burpees

Til að gera æfinguna erfiðari er hægt að bæta við ketilbjöllu eða lóði í hnébeygjurnar og framstigin.

Gott er að hita upp með léttum hreyfiteygjum og færri endurtekningum af æfingunum. Þú getur líka farið rólega í fyrstu umferðina og aukið ákefðina smám saman.