Unnsteinn Manúel Stefánsson, söngvari og leikari, er fluttur út til Berlínar í nám. Þar lærir hann handritaskrif fyrir sjónvarpsþætti í Þýska kvikmyndaskólanum.
Unnsteinn Manúel Stefánsson, söngvari og leikari, er fluttur út til Berlínar í nám. Þar lærir hann handritaskrif fyrir sjónvarpsþætti í Þýska kvikmyndaskólanum. Hann segir alla ganga með grímur úti og að í skólanum sé hann í sérstakri skólastofu fyrir utan skólann þar sem öllu sé skipt niður í sóttvarnahólf. Hægt er að hlusta á viðtal við Unnstein í Síðdegisþættinum á K100.is.