Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar í pistli á mbl.is um misheppnað kvótauppboð á fiskveiðiheimildum í Namibíu. Ástæðan fyrir umfjöllun um kvótamál í Namibíu er vitaskuld umfjöllun um þátttöku Samherja í sjávarútvegi í Namibíu, þar með talið þátttaka í kaupum á veiðiheimildum.

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar í pistli á mbl.is um misheppnað kvótauppboð á fiskveiðiheimildum í Namibíu. Ástæðan fyrir umfjöllun um kvótamál í Namibíu er vitaskuld umfjöllun um þátttöku Samherja í sjávarútvegi í Namibíu, þar með talið þátttaka í kaupum á veiðiheimildum.

Sigurður Már rekur það hvernig útboðið hafi misheppnast og að aðeins hafi tekist að koma út 1,3 prósentum af kvótanum sem boðinn var upp. Ætlunin hafi verið að afla jafnvirði sex milljarða króna en niðurstaðan var vel innan við eitt hundrað milljónir króna.

Morgunblaðið sagði fréttina af þessu eins og Sigurður Már bendir á en miðað við áhugann á ýmsum fréttamiðlum hér á landi á tengdum málum furðar hann sig á að þeir skuli ekki hafa tekið þetta upp.

Um einn þeirra segir Sigurður Már þetta: „Í aðdraganda kvótauppboðsins flutti þannig vefmiðillinn Kjarninn tvær fréttir af því að útboðið væri í bígerð og að nota ætti afraksturinn í baráttuna við Covid-19. Miðillinn hefur hins vegar þagað þunnu hljóði um niðurstöðuna.“

Hann segir líka að samkvæmt frétt The Namibian hefði fyrra fyrirkomulag skilað jafnvirði um þriggja milljarða króna til namibíska ríkisins. Fréttin, umfjöllunarleysið og málið allt efnislega hlýtur að vera mjög umhugsunarvert eftir mikla umfjöllun um tengd mál hér á landi.