Silkeborg Stefán Teitur Þórðarson er kominn til Danmerkur.
Silkeborg Stefán Teitur Þórðarson er kominn til Danmerkur. — Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er formlega orðinn leikmaður danska knattspyrnuliðsins Silkeborg sem hefur keypt hann af ÍA og samið við hann til fjögurra ára. Þar með eru fjórir íslenskir leikmenn komnir í dönsku B-deildina ásamt Ólafi H.
Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er formlega orðinn leikmaður danska knattspyrnuliðsins Silkeborg sem hefur keypt hann af ÍA og samið við hann til fjögurra ára. Þar með eru fjórir íslenskir leikmenn komnir í dönsku B-deildina ásamt Ólafi H. Kristjánssyni þjálfara Esbjerg. Með Esbjerg leikur Andri Rúnar Bjarnason og síðan eru tveir tvítugir piltar aðalmarkverðir liða í deildinni, Patrik Sigurður Gunnarsson hjá Viborg og Elías Rafn Ólafsson hjá Fredericia.