50 ára Þórgunnur býr á Akranesi þar sem hún er fædd og uppalin. Hún er grunnskólakennari og nýkomin aftur til starfa eftir mastersnám í kennslufræði við Nottingham-háskóla í Englandi.

50 ára Þórgunnur býr á Akranesi þar sem hún er fædd og uppalin. Hún er grunnskólakennari og nýkomin aftur til starfa eftir mastersnám í kennslufræði við Nottingham-háskóla í Englandi. Hún hefur mikinn áhuga á stærðfræði og að miðla fjölbreyttum leiðum í kennslu og námi.

Maki

: Óskar Gíslason, f. 1968, járnsmiður.

Börn : Teitur Símon, f. 1990 og Hrönn, f. 1995.

Foreldrar : Hrönn Hákonardóttir, f. 1945, síðast í veisluþjónustu og Óttar Símon Einarsson, f. 1943, d. 2013, vörubílstjóri.