Netverslun Góða hirðisins var opnuð í gær á slóðinni www.godihirdirinn.is. Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins, segir í tilkynningu að netverslunin sé rökrétt skref fyrir Góða hirðinn, en í fyrstu bylgju kórónuveirunnar var netsala í boði á facebooksíðu Góða hirðisins. Hún segir hagnaðarvon ekki það sem ýti undir þessa starfsemi.
Netverslunin var sett upp í samstarfi við fyrirtækið SmartMedia. Viðskiptavinir Góða hirðisins, sem nýta sér netverslunina, geta sótt keyptar vörur næstu tvo laugardaga eftir kaupin. Tekið er fram að verslun Góða hirðisins í Fellsmúla 28 verði áfram opin þó svo að samkomutakmarkanir setji strik í reikninginn næstu vikur.