3:1 Jimmy Butler og LeBron James eigast við í fjórða leiknum.
3:1 Jimmy Butler og LeBron James eigast við í fjórða leiknum. — AFP
Meistaratitillinn blasir við Los Angeles Lakers eftir sigur gegn Miami Heat í fjórðu viðureign liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfuknattleik, 102:96.

Meistaratitillinn blasir við Los Angeles Lakers eftir sigur gegn Miami Heat í fjórðu viðureign liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfuknattleik, 102:96. Þótt lið Miami sé laskað hefur Lakers þurft að hafa fyrir hlutunum og forskot liðsins var aldrei mikið í leiknum.

LeBron James voru mislagðar hendur í fyrri hálfleik en hann var framúrskarandi í síðari hálfleik. Skoraði þegar upp var staðið 28 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Anthony Davis var mun betri en í þriðja leiknum og skoraði 22 stig. Kentavious Caldwell Pope kom á óvart og skoraði 15 stig fyrir Lakers.

Miami var án Gorans Dragic og Bams Adebayos í tveimur leikjum. Dragic er enn frá en Adebayo gat verið með og skoraði 15 stig. Jimmy Butler skoraði 22 stig, tók 10 fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal boltanum þrívegis. Hann geislar af sjálfstrausti í úrslitarimmunni. Hinn tvítugi Tyler Herro skoraði 21 stig. kris@mbl.is