Lögreglan á Norðurlandi eystra sá ástæðu til þess í gær að hvetja íbúa Fjallabyggðar til að huga að verðmætum sínum og geyma þau ekki fyrir allra augum.

Lögreglan á Norðurlandi eystra sá ástæðu til þess í gær að hvetja íbúa Fjallabyggðar til að huga að verðmætum sínum og geyma þau ekki fyrir allra augum. Ennfremur að læsa húsum sínum og geymslum vegna ítrekaðra þjófnaða og innbrota á svæðinu að undanförnu.

Fréttavefurinn Trölli.is greindi frá því á þriðjudag að þá um nóttina hefði „dökkklæddur fremur lágvaxinn maður með svarta skíðagrímu fyrir andlitinu“ farið inn í nokkur hús í suðurbænum á Siglufirði. Ekki var um innbrot að ræða; þar sem hann fór inn var ólæst hús og telst það vera húsbrot, að sögn lögreglunnar. Eins hurfu verðmæti hjá öðrum þar sem þjófurinn komst inn og lét greipar sópa. Talið er að hann hafi athafnað sig um og eftir miðnættið aðfaranótt þriðjudags.