Katrín Tanja Leggur nú inn vinnuna fyrir heimsleikana í crossfit.
Katrín Tanja Leggur nú inn vinnuna fyrir heimsleikana í crossfit. — Ljósmynd/Instagram
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hér á K100 stefnum við ávallt að því að „hækka í gleðinni“ og því viðeigandi að í hverri viku sé einhverjum gefið jákvætt og uppbyggilegt hrós. Það er sérstaklega mikilvægt að hrósa því sem vel er gert.

Hér á K100 stefnum við ávallt að því að „hækka í gleðinni“ og því viðeigandi að í hverri viku sé einhverjum gefið jákvætt og uppbyggilegt hrós.

Það er sérstaklega mikilvægt að hrósa því sem vel er gert. Bæði höfum við öll gott af því að fá hrós, sem og að gefa það áfram. Hvað þá núna þegar veturinn nálgast, dagurinn styttist og samkomutakmarkanir hafa enn og aftur sett stórt strik í reikning allra Íslendinga.

Það er hún Kristín Sif útvarpskona sem gefur hrós vikunnar að þessu sinni:

Hrós vikunnar fær Katrín Tanja Davíðsdóttir sem er að leggja inn vinnuna fyrir heimsleikana í crossfit, ein af fimm konum í heiminum sem komast í úrslitin sem haldin eru í Kaliforníu í lok þessa mánaðar. Það er svo gaman að fylgjast með allri erfiðisvinnunni sem hún leggur inn skila sér og þvílíkt afrek að vera ein af 10 bestu í heiminum til að keppa úti. Við getum verið stolt af okkar fulltrúa sýna kraftinn sem í henni býr.

Að fylgjast með henni Katrínu á Instagram er líka geggjað því að hún er dugleg að iðka þakklæti og fylla okkur sem fylgjum henni innblæstri til að gera aðeins betur. Held að það sé sérstaklega mikilvægt á þessum tímum að sjá fólk eins og Katrínu skara fram úr með því að leggja inn vinnuna á hverjum einasta degi og gera það með þrautseigjuna að vopni með bros á vör! Takk Katrín og ég hlakka til að fylgjast með þér RÚSTA á Crossfit Games í Aromas.

Fylgist með á K100.is þar sem við höldum áfram með hrós vikunnar og ef þú lumar á hrósi endilega deildu því með okkur.