Margir íslenskir handknattleiksmenn voru á ferð með liðum sínum í gærkvöld, eins og sjá má neðst á þessari síðu. Þar fóru fremstir í flokki Daníel Freyr Andrésson, markvörður Guif í Svíþjóð, og Viggó Kristjánsson, skytta hjá Stuttgart í Þýskalandi.
Margir íslenskir handknattleiksmenn voru á ferð með liðum sínum í gærkvöld, eins og sjá má neðst á þessari síðu. Þar fóru fremstir í flokki Daníel Freyr Andrésson, markvörður Guif í Svíþjóð, og Viggó Kristjánsson, skytta hjá Stuttgart í Þýskalandi. Daníel fór á kostum í markinu hjá Guif þegar lið hans tapaði naumlega fyrir Ystad IF. Hann varði hvorki fleiri né færri en 22 skot og var með 45 prósent markvörslu. Viggó var í aðalhlutverki hjá Stuttgart og skoraði 8 mörk í sigri á Essen.