Bóluefni á næsta leiti Lyfjaverksmiðja Pfizer í Cork á sunnanverðu Írlandi.
Bóluefni á næsta leiti Lyfjaverksmiðja Pfizer í Cork á sunnanverðu Írlandi. — AFP
Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer boðar að það muni síðari hluta nóvember sækja um neyðarleyfi til að hefja dreifingu á bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19.

Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer boðar að það muni síðari hluta nóvember sækja um neyðarleyfi til að hefja dreifingu á bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19.

Albert Bourla, forstjóri og stjórnarformaður Pfizer, sagði í tilkynningu að fyrirtækið myndi sækja um leyfi til að nota lyfið þegar niðurstöður lægju fyrir úr lokarannsóknum, væntanlega í þriðju viku nóvember.

Hlutabréf Pfizer hækkuðu um 2% á bandarískum verðbréfamörkuðum þegar tilkynningin birtist.

Áður hefur bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna boðað að það stefni að því að sækja 25. nóvember um heimild til að dreifa bóluefni sem fyrirtækið er að þróa,

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur út leyfi til lyfjaframleiðenda að dreifa lyfjum innan Bandaríkjanna. Í síðustu viku hvatti stofnunin þau lyfjafyrirtæki, sem eru að þróa bóluefni, til að verja að minnsta kosti tveimur mánuðum til að fylgjast grannt með því hvort alvarlegar aukaverkanir geti fylgt notkun lyfjanna.