Fyrst Halldóra M. Harðardóttir og Jón Helgi Gestsson tóku við lyklavöldunum úr hendi Hermanns Aðalgeirssonar, faseignasala hjá Lögeign.
Fyrst Halldóra M. Harðardóttir og Jón Helgi Gestsson tóku við lyklavöldunum úr hendi Hermanns Aðalgeirssonar, faseignasala hjá Lögeign. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Seldar hafa verið 17 af 18 íbúðum í fjölbýlishúsi fyrir fólk 55 og eldra sem verið er að byggja á Húsavík. Komið er kauptilboð í þá átjándu. Fyrstu tíu íbúðirnar voru afhentar með viðhöfn í fyrradag. Naustalækur ehf.

Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Seldar hafa verið 17 af 18 íbúðum í fjölbýlishúsi fyrir fólk 55 og eldra sem verið er að byggja á Húsavík. Komið er kauptilboð í þá átjándu. Fyrstu tíu íbúðirnar voru afhentar með viðhöfn í fyrradag.

Naustalækur ehf., dótturfélag Steinsteypis ehf., byggir húsið.

„Jón Helgi Gestsson hélt fund með eldri íbúum fyrir fjórum árum um byggingu íbúða fyrir aldraða. Menn voru áhugasamir en enginn tilbúinn að stíga skrefið. Ég kom inn í þetta á árinu 2017 og við sem eigum Steinsteypi ákváðum að taka þá áhættu að byggja átján íbúða fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri,“ segir Friðrik Sigurðsson, stjórnarformaður Steinsteypis. Það voru einmitt Jón Helgi og kona hans, Halldóra M. Harðardóttir, sem fengu fyrstu íbúðina afhenta í fyrradag.

Trésmiðjan Rein er aðalverktaki við byggingu hússins. Tíu íbúðir hafa verið afhentar og þær sem eftir eru verða afhentar í desember.

Friðrik telur að allir sem gengið hafa frá kaupum á íbúðum í fjölbýlishúsinu séu búnir að selja húsin sín. Flestir hafi verið í stórum einbýlishúsum og þess vegna hafi fasteignamarkaðurinn á Húsavík verið líflegur á síðustu mánuðum. Unga fólkið hafi komist í stærri eignir.

Ekki arðvænlegt

Steinsteypir fór í þetta verkefni til að afla verkefna þegar stórframkvæmdum á Bakka og Þeistareykjum var að ljúka. Friðrik segir að áhugavert væri að byggja fleiri íbúðir en tekur fram að enginn verði ríkur á því að byggja hús á þessu svæði í hagnaðarskyni.