Þórarinn Hjaltason
Þórarinn Hjaltason
Opinberir arðsemisútreikningar eru gjarnan meðal mestu meistaraverka skáldskapargyðjunnar. Ósjaldan hafa rándýr og vitlaus verkefni verið réttlætt með slíkum útreikningum og ættu skattgreiðendur jafnan að hafa varann á þegar þeir eru á borð bornir. Tilgangur slíkra útreikninga virðist iðulega vera sá að réttlæta óréttlætanleg verkefni og setja þau í „faglegan“ búning með því að fá sérfræðinga til að reikna sig niður á mikla arðsemi út frá fjarstæðukenndum forsendum. Út af fyrir sig standast útreikningarnir yfirleitt, en þegar forsendurnar ganga ekki upp hefur það enga þýðingu.

Opinberir arðsemisútreikningar eru gjarnan meðal mestu meistaraverka skáldskapargyðjunnar. Ósjaldan hafa rándýr og vitlaus verkefni verið réttlætt með slíkum útreikningum og ættu skattgreiðendur jafnan að hafa varann á þegar þeir eru á borð bornir. Tilgangur slíkra útreikninga virðist iðulega vera sá að réttlæta óréttlætanleg verkefni og setja þau í „faglegan“ búning með því að fá sérfræðinga til að reikna sig niður á mikla arðsemi út frá fjarstæðukenndum forsendum. Út af fyrir sig standast útreikningarnir yfirleitt, en þegar forsendurnar ganga ekki upp hefur það enga þýðingu.

Þórarinn Hjaltason umferðarverkfræðingur fjallar um nýbirta skýrslu um arðsemisútreikninga fyrsta áfanga borgarlínu og bendir á ýmislegt hæpið. Hann nefnir meðal annars að markmið um að auka hlutdeild ferða með strætó úr 4% í 12% hafi áður átt að gerast „á 25 árum, þ.e. 2015-2040. Núna á þetta að gerast á næstu 10 árum! Þetta hlýtur að vera prentvilla.“

Samkvæmt skýrslunni á arðsemi fyrsta áfanga borgarlínunnar að vera 7%, eða 26 milljarða ábati, sem gæfi óvænt tækifæri til að vinna efnahag landsins upp úr kórónukreppunni ef satt væri.

Eins og Þórarinn bendir á skilar borgarlínan nær engu í minni bílaumferð, jafnvel þótt miðað sé við forsendur verkefnisins sjálfs. Borgarlínan er dæmd til að mistakast og ævintýralegir arðsemisútreikningar breyta engu þar um.