Þingvellir Svipsterkur arkitektúr ráðherrabústaðarins.
Þingvellir Svipsterkur arkitektúr ráðherrabústaðarins. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Óbreytt þjónusta verður á næstunni í þjóðgarðinum á Þingvöllum og taka landverðir á móti gestum í allan vetur, hér eftir sem hingað til.

Óbreytt þjónusta verður á næstunni í þjóðgarðinum á Þingvöllum og taka landverðir á móti gestum í allan vetur, hér eftir sem hingað til. Þetta gerist þrátt fyrir að upphafi vikunnar þurfti að að segja upp starfsfólki hjá þjóðgarðinum vegna fækkunar ferðamanna sem fylgt hefur kórónuveirufaraldrinum.

Landvarsla verður allt árið í þjóðgarðinum. Á næstunni mun hún þó taka mið af breyttu heimsóknamynstri. Einnig með megináherslu á háannartímabil frá maí til september og þar sem hlutverk landvarða er að veita fræðslu um sögu og náttúru Þingvalla. Sýningin Hjarta landsins í gestastofu á Hakinu verður opin og önnur þjónusta við gesti eftir því sem sóttvarnir og veður leyfa.

„Landsmenn eru hvattir til að heimsækja þjóðgarðinn og njóta þess sem haust- og vetraraðstæður bjóða upp á,“ segir í tilkynningu.