Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands hækkaði um 0,14% í gær. Mestviðskipti voru með bréf í tryggingafélaginu VÍS, upp á 828 milljónir króna, en minnstu viðskiptin voru með bréf í Iceland Seafood upp á tíu milljónir króna.

Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands hækkaði um 0,14% í gær. Mestviðskipti voru með bréf í tryggingafélaginu VÍS, upp á 828 milljónir króna, en minnstu viðskiptin voru með bréf í Iceland Seafood upp á tíu milljónir króna.

Mesta verðhækkun gærdagsins varð á bréfum flutningafélagsins Eimskipa, en þau fóru upp um 7,05% í 43 milljóna króna viðskiptum. Í lok dags var gengi félagsins 159,5 krónur á hvern hlut. Næstmesta hækkun gærdagsins varð á bréfum flugfélagsins Icelandair Group, en þau hækkuðu um 2,13% í 443 milljóna króna viðskiptum. Gengi félagsins er nú 0,96. Þriðja mesta hækkun gærdagsins varð á bréfum fasteignafélagsins Reita, en þau hækkuðu um 1,42% í 377 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfanna í lok dags var 46,5 krónur á hvern hlut.