Óskar Ólafsson
Óskar Ólafsson — Ljósmynd/heimasíða Drammen
Óskar Ólafsson, leikmaður Drammen í Noregi, er í fyrsta skipti í íslenska landsliðshópnum í handknattleik. Guðmundur Þ.

Óskar Ólafsson, leikmaður Drammen í Noregi, er í fyrsta skipti í íslenska landsliðshópnum í handknattleik. Guðmundur Þ. Guðmundsson tilkynnti í gær sautján manna hóp fyrir leikina gegn Litháen og Ísrael í undankeppni EM sem fram fara í Laugardalshöllinni 4. og 7. nóvember.

Óskar hefur leikið með Drammen undanfarin ár og er alinn upp í Noregi. Hann hefur verið lykilmaður í varnarleik liðsins en látið meira að sér kveða í sóknarleiknum en áður á þessu keppnistímabili.

Þá kemur Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg aftur inn í hópinn eftir talsverða fjarveru vegna meiðsla.

Aðrir í hópnum eru Björgvin Páll Gústafsson, Viktor Gísli Hallgrímsson, Bjarki Már Elísson, Oddur Gretarsson, Ólafur Guðmundsson, Aron Pálmarsson, Daníel Ingason, Elvar Örn Jónsson, Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson, Arnór Þór Gunnarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason.