Heilbrigðisráðherra samþykkti í gær í meginatriðum þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði í sínu, en þær fela í sér að frá og með næsta þriðjudegi verður tveggja metra reglan í gildi um allt land, og um leið...

Heilbrigðisráðherra samþykkti í gær í meginatriðum þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði í sínu, en þær fela í sér að frá og með næsta þriðjudegi verður tveggja metra reglan í gildi um allt land, og um leið skylt að nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nándarmörk.

Áfram verða hertari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni, en m.a. verður allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri, sem krefst snertingar, óheimilt.

Greint var frá því í gær að kona á níræðisaldri hefði látist á Landspítala vegna kórónuveirunnar á undanförnum sólarhring. Þetta er ellefta andlátið hér á landi í faraldrinum, og hið fyrsta frá í vor.