TOPSHOT-SPAIN-HEALTH-VIRUS-DEMO-BARS-RESTAURANTS TOPSHOT - Demonstrators throw eggs against the facade of the Generalitat (Catalan regional government headquarters) during a demonstration on October 16, 2020 in Barcelona to protest against the new restrictions imposed by the regional government on bars and restaurants to fight against COVID-19 disease. - Bars and restaurants are to be closed across Spain's northeastern Catalonia region for the next 15 days to slow rising coronavirus infections, the regional government said on October 14, 2020. The move comes as Spain battles one of the highest rates of infection in the European Union, with nearly 900,000 infections and more than 33,000 deaths. (Photo by LLUIS GENE / AFP)
TOPSHOT-SPAIN-HEALTH-VIRUS-DEMO-BARS-RESTAURANTS TOPSHOT - Demonstrators throw eggs against the facade of the Generalitat (Catalan regional government headquarters) during a demonstration on October 16, 2020 in Barcelona to protest against the new restrictions imposed by the regional government on bars and restaurants to fight against COVID-19 disease. - Bars and restaurants are to be closed across Spain's northeastern Catalonia region for the next 15 days to slow rising coronavirus infections, the regional government said on October 14, 2020. The move comes as Spain battles one of the highest rates of infection in the European Union, with nearly 900,000 infections and more than 33,000 deaths. (Photo by LLUIS GENE / AFP)
Fjöldi manns kom saman framan við skrifstofur hérðaðsþings Katalóníu í Barcelona á Spáni í gær til að mótmæla nýjum sóttvarnaaðgerðum sem taka gildi um helgina og ætlað er að stemma stigu við vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar í héraðinu.
Fjöldi manns kom saman framan við skrifstofur hérðaðsþings Katalóníu í Barcelona á Spáni í gær til að mótmæla nýjum sóttvarnaaðgerðum sem taka gildi um helgina og ætlað er að stemma stigu við vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar í héraðinu. Verða barir og veitingahús meðal annars lokuð næstu 15 daga. Gekk starfsfólk veitingastaða um götur Barcelona og barði potta og pönnur í mótmælaskyni og kastaði eggjum í stjórnarbygginguna. Kórónuveiran hefur verið að sækja í sig veðrið á Spáni að undanförnu en frá því faraldurinn hófst í vetur hafa nærri 940 þúsund manns smitast af veirunni og 34 þúsund látist af völdum hennar. Víðar í Evrópu verða sóttvarnareglur hertar um helgina, þar á meðal í Bretlandi en þar er viðbúnaður í Lancasterhéraði settur á hæsta stig frá og með deginum í dag. Krám verður lokað og strangt samkomubann sett en líkamsræktarstöðvar verða þó áfram opnar.